Raforkukerfisfræði og rafvélar

NámsgreinRI RFR1003
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI RAF1003, Rafmagnsfræði
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Framleiðsla jafnstraums og riðstraumsrafmagns. Undirstöðuhugtök raforkukerfisfræði, raunafl, launafl og sýndarafl, 3-fasa kerfi, 1-fasa jafngildi, spennar og rafalar, raun- og samviðnám. Jafnframt verður fjallað um einlínumyndir, aflflæðijöfnur og aflflæðigreiningu kerfa. Farið er í fasagröf spennu og strauma. Grundvallaratriði jafnstraums- og riðstraumsmótora. Farið er í grundvallaratriði spenna, töp og viðnámsspeglun þeirra. Farið er í grundavallargerð straum- , spennu- , auto- og  tappaspenna.   Tenging samfasa rafals við sterkt net, flæði afls á milli rafals og nets, og skammhlaupsútreikninga. 
Námsmarkmið
Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á
•    Helstu aðferðir við útreiknina á mótorum og rafölum.
•    Hvernig straumur og leiðarar í segulsviði mynda spennur og krafta.
•    Hvernig einföld raforkukerfi virka og helstu íhlutir þeirra (spennar, rafalar og notendur).
Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í: 
•    Notað tvinntölur til að reikna út impedansa í raforkukerfum.
•    Notað tvinntölur og fasagröf til að reikna fasabreytingar hjá straum og spennu í raforkukerfum.
•    Reiknað út afltöp í flutningskerfum og spennum.
•    Reiknað út straum- og mismunandi aflþörf mótora eftir álagi.
Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni: 
•    Gert skil á raun-, laun- og sýndarafli í raforkukerum.. 
•    Gert sér grein fyrir hvernig stjórna á segulmögnunarstraum til að stjórna mismunandi aflframleiðslu rafala.
Námsmat
3 klst. skriflegt próf. Skilaverkefni.
Lesefni
Aðalbók:Electrical Machines, Drives, and Power Systems
Höfundur:Theodore Wildi
Útgefandi:PEARSON
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska